Algengar spurningar
Sjáið þið um uppsetningu?
Við gefum ekki frá okkur tilboð með uppsetningu, nema það komi sérstaklega fram.
Við getum þó bent á nokkra aðila sem við treystum á.
Hver er ábyrgðin á innréttingum
Innréttingum í eldhúsum og votrýmum fylgir tveggja ára ábyrgð. Innréttingum sem ekki standa í votrýmum fylgir þriggja ára ábyrgð.
Hver er biðtíminn hjá ykkur?
Biðtími fer eftir mörgum breytum. Efnisval, fjöldi kassa og innvols hefur allt áhrif á afhendingartíma.
Áætlaðir afhendingartími er gefin með tilboði.
Get ég pantað aðeins framhliðar á innréttingu sem ég á?
Hægt er að panta aðeins framhliðar og úthliðar á innréttingu sem þú átt nú þegar.
Hvað kostar innrétting hjá ykkur?
Nákvæmt verð er ekki hægt að veita fyrr en öll hönnunarvinna hefur farið fram. Efnisval, stærð verks og innvols hefur allt áhrif á verð.
Hvað er staðfestingargjaldið hátt?
Staðfestingar gjald fyrir verk sem kosta meira en 1.000.000 kr. er 50% af útgefnu tilboði.
Verk undir 1.000.000 kr. skulu vera greidd að fullu áður en verk hefst.
Getið þið hannað innréttinguna?
Við getum svo sannarlega hannað innréttinguna, alveg frá grunni eða út frá teikningu. Við förum yfir allt verkfræðilegt til þess að gæta að hönnunin sé möguleg.
Hvernig fara mælingar fram?
Mælingarmaður frá Birninum mætir á svæðið þar sem innréttingin á að vera. Með málbandi og fjarlægðarlaser tekur hann öll nauðsynleg mál.
Getið þið smíðað eftir sérstærðum?
Að smíða í sérstærðum er það sem við sérhæfum okkur í. Vandræðalegt horn eða þröngt bil? ekkert mál fyrir Björninn.
Hvar framleiðið þið innréttingarnar?
Innréttingar okkar eru framleiddar á Íslandi með stolti. Nánar tiltekið Álfhellu 5, Hafnarfirði.
Endilega kíkið við í sýningarsal okkar þar.
Get ég raðgreitt fyrir innréttinguna?
Hægt er að raðgreiða innréttingar okkar í gegnum PEI
Smíðið þið hurðir?
Við smíðum hefðbundnar innihurðir sem og rennihurðir. Einnig tökum við að okkur að smíða eldvarnarhurðir í sértilfellum.
Hverskonar borðplötu úrval hafið þið?
Björninn hefur límtrésborðplötur sem og harðplasts borðplötur en einnig erum við erum í nánu samstarfi með Granítsmiðjunni. Þar fá viðskiptavinir okkar 15% afslátt hjá þeim af stein-borðplötum.
Úr hvaða efni eru innréttingarnar?
Framhliðar geta verið úr ýmsum efnum t.d. melamíni, spónlögðum plötum, MDF og í sértilfellum gegnheill viður.
Skrokkaefni okkar kemur frá EGGER sem er leiðandi fyrirtæki í sjálfbærni og gæðum á plötum sem nýtast í innréttingasmíði.
Kynnið ykkur EGGER hér: EGGER
Smíðið þið húsgögn?
Við gerum það ekki að vana að smíða húsgögn en við erum opnir fyrir öllu ef verkið er spennandi.
Öll sérsmíði fer fram á tímakaupi.