top of page
Lógó án bakgrunns.png
IMG_5329_edited.jpg

Viltu vinna
hjá Birninum?

BJÖRNINN er alltaf að leita að öflugum starfskrafti. 

Hvað er Björninn?

Björninn er rótgróið íslenskt innréttingafyrirtæki sem hefur þjónustað landsmenn í meira en hálfa öld.

Við sérhæfum okkur í sérsmíðuðum innréttingum, borðplötum, lausnum fyrir heimili og fyrirtæki og leggjum mikinn metnað í gæði og góða þjónustu.


Við erum lítið en öflugt teymi þar sem samvinna, nákvæmni og góð vinnustaðamenning eru í fyrirrúmi.

IMG_6136.HEIC

Við leitum að jákvæðum og áreiðanlegum einstaklingi sem vill taka þátt í því að skapa sterkar og vandaðar innréttingar með okkur. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í framleiðslu, þjónustu eða verkefnastýringu 

Við leggjum áherslu á:
 
- Góða samskiptahæfni
- Ábyrgð​
- Viljan til að læra.

Helstu verkefni og ábyrgðir

Almenn vinna í framleiðslu, þ.e. spónlagning, sögun, samsetningu, gæða eftirlit o.fl.

Tryggja gæði í öllu ferli og fylgja verklagsreglum.

Taka þátt í daglegu skipulagi og samvinnu innan teymisins.

​Góð mannleg samskipti, innan teymis, við birgja og viðskiptavini.

Hæfniskröfur

Fagleg vinnubrögð og jákvætt viðmót.

01

Mikil reynsla í smíði.

02

Ábyrgð, nákvæmni og vilja til að læra nýtt.

03

Hæfni til að vinna sjálfstætt og mæta áskorunum af jákvæðni.

04

Góð samskiptahæfni.

05

Geta lesið úr teikningum.

06

Fyrirkomulag og umsóknir

Um er að ræða fullt starf á trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði. Laun og ráðningarkjör eru samkvæmt samkomulagi. Við leitum að einstaklingi sem vill vera hluti af traustu og stöðugu teymi til lengri tíma.

Vinsamlegast sendu umsókn, ferilskrá og stuttan kynningartexta í gegnum umsóknareyðublaðið hér að neðan eða með því að senda okkur tölvupóst. Við höfum samband við alla umsækjendur.

Afmæli
Day
Month
Year
Menntun.
bottom of page