top of page
Lógó án bakgrunns.png

Eldhús útfærslur

Hvernig slær þitt hjarta?

EGGER MELAMÍN.webp

Melamín

Vinsæl lausn í nútíma heimilum vegna hagkvæmni og góðrar endingar. Melamín er slitsterkt plastefni sem er límt er á spónaplötur og gefur eldhúsinnréttingum hreint og fágað útlit. Það þolir vel raka og er auðvelt að þrífa, sem gerir það tilvalið fyrir daglega notkun. Melamín kemur í mörgum litum og áferðum, allt frá einföldum hvítum til viðar- eða steinaáferðar, sem gerir það auðvelt að aðlaga útlit að persónulegum stíl. Þetta efni er einnig á viðráðanlegu verði, sem gerir það að vinsælum kosti fyrir þá sem vilja fá snyrtilegt eldhús án þess að fórna gæðum.

ÚRVALSEFNI.webp

​Úrvalsefni

​Úrvalslínan er hágæða MDF efni með einstaklega möttu og silkimjúku yfirborði sem er bæði rispu- og kámfrítt. Efnið hentar sérlega vel í eldhúsinnréttingar og húsgögn þar sem útlit og snerting skipta máli. Úrvalsefnin koma í fjölbreyttum litum og áferðum, með yfirbragði sem minnir á hágæða lakk en með meiri endingu og minna viðhaldi. Þetta efni er frábær kostur fyrir nútímaleg og fáguð heimili.

REYKT EIK.jpg

Spónlagt

Viðarspónn límdur á kjarnaefni eins og MDF eða spónaplötu, sem skapar hlýlegt og einstakt yfirborð – engir tveir skápar eru alveg eins. Spónninn er fjölbreytilegur og getur þú valið úr mörgum viðtegundum. Vinsælir valkostir eru eik, reykt eik og hnota. Spónlögð eldhús krefjast aðeins meiri umhirðu en melamín, en veita í staðinn dýpt og eðlislægt yfirbragð sem erfitt er að líkja eftir með manngerðum efnum.

Hnotu eldhús melamín

Hjarta heimilisins

Staðurinn þar sem fjölskyldan kemur saman, minningar verða til og daglegt líf á sér stað. Þess vegna skiptir máli að eldhúsið sé bæði fallegt og skilvirkt. Fallegt eldhús skapar notalegt andrúmsloft og hvetur til samveru. Skilvirk hönnun, með gott geymslupláss og hentugri uppsetningu tækja og geymslu, einfaldar dagleg störf og sparar tíma. Þegar útlit og virkni fara saman verður eldhúsið ekki aðeins vinnustaður heldur líka innblástur – hlýlegt, aðlaðandi og gagnlegt rými í senn.

Notaðu tvo putta til að snúa innréttingunni

Eldhús að þínum hætti

​Láttu hjarta heimilisins slá af krafti

Natural Steaming Mud
bottom of page