Baðherbergi eftir þínu höfði.
Fyrir upphaf og endalok hvers dags
Baðaðu þig í fegurðinni
Eitt mikilvægasta rými á hverju heimili er baðherbergið. Það er nauðsynlegt að huga bæða að útliti og notagildi.
Dýpt skápa, faldar skúffur, borðplata og aðrir þættir sem gott er að hafa í huga við hönnun á drauma baðherberginu.

Notaðu tvo putta til að snúa innréttingunni
Úthugsað rými
Hvað hentar þínu rými?

Nýting á plássi
Þegar pláss er takmarkað skiptir máli að nýta hvern einasta fermetra á baðherberginu. Innbyggðar hillur og skápar eru frábær lausn þar sem þær sitja inni í veggnum og skapa rými án þess að taka pláss út á gólfi. Speglaskápar eru síðan sniðug lausn, þeir halda borðflötum snyrtilegum og gefa rýminu léttara yfirbragð. Að auki má nýta óhefðbundin svæði – t.d. plássið fyrir ofan salernið eða undir vaskinum – með sérhönnuðum hillum, skúffum eða körfum.

Skipulag
Mikilvægasta innrétting hússins. Sérsmíðaður vaskaskápur býður upp á fullkomna aðlögun að rými, þörfum og stíl. Þegar kemur að innvols lausnum, mælum við ávallt með skúffum með skipulagshólfum frekar en skápum með hillum.

Efnisval
Rétt efnisval skiptir sköpum í baðherbergisinnréttingum, þar sem raki, hiti og dagleg notkun reynir á alla fleti. Í votrýmum er mikilvægt að velja efni með tilliti til raka- og hitabreytinga og að þau séu auðveld í þrifum, án þess að fórna útliti. Þannig skapast notalegt og praktískt baðherbergi sem endist. Vert er að athuga að spónn er viðkvæmari fyrir raka en melamín.
